gármann
myndlistarmaður
Vatnslitanámskeið
Sumarakvarell ´16 að Fífilbrekku
Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem hafa nokkra reynslu af að hafa málað með
vatnslitum, en vilja bæta við sig kunnáttu.
Helstu áherslur:
• Vatnslita tækni og mismunandi pappír,
• Að mála vott í vott.
• Fagurfræðileg umræða.
• Málað úti undir berum himni.(ef veður leyfir).
Kennsluaðferðir:
Verklegar æfingar, umræður og sýnikennsla.
Staðsetning:
Fífilbrekka Eyjafjarðarsveit. Um 20 mínútna keyrsla frá Akureyri, beygt afleggjara til hægri merkt Möðrufell, sami afleggjari og Holltasel. Síðan aftur til hægri merkt Fífilbrekka, Dyngja.
Tími:
Námskeiðið hefst förstudaginn19.ágúst kl 17 til 21. laugardag 10 til 17 og sunnudag 10 til 18
Gjald:
Námskeiðsgjald er 20.000 kr. 18 tíma námskeið, innifali kaffi, te og lummur. Annars taka nemendur með sér matarpakka, nesti.
Fjöldi: 8 þátttakendur
Fyrsti tíminn:
Nemendur taki með sér í fyrsta tíma, pensla, pappír(eitthvað verður af pappír til sölu á staðnum)
Takið með þá liti sem þið eigið, Krukkur undir vatn, spjöld til að líma upp arkir Gott að haf spjöld í stærðinni 35 x 55 sm. grenikrossviður 5 eða 6 millimetra þykkan.
Eitthvað verður af spjöldum og límbandi á staðnum. En takið með ykkur limbönd, ef þið eigið (málingarlímband og pappírslímband).
Kennari, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndistarmaður og myndistarkennari.
Ferill: á þriðja tug einkasýninga og þáttaka í fjölda samsýninga, var valin nú í vor, af dómnefnd til að taka þátt í norræna vatnslitasýningu sem opnar 20 ágúst í ár.
Menntun: Sveinspróf í prentmyndagerð, BA-nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands,
meistaranám við Valands listaháskólann í Gautaborg. Kennsuréttindi frá kennaradeild Háskólanns á Akureyri M.Ed í menntunarfræðum 2012.