top of page

 

Guðmundur Ármann Sigurjónsson fæddur í Reykjavík 1944.

Nám: Lauk prentmyndasmíða námi 1962. Hóf myndlistarnám sama ár við Myndlista-og handíðaskóla Íslands  og útskrifaðist af málunardeild 1966. Að því loknu lá leiðin til Svíþjóðar og hóf þar nám við Konsthögskolan Valand, Göteborgs Universitet 1966  lauk þar námi við grafíkdeild skólans 1971. Kennararéttindarnám við Háskólann á Akureyri 2002-2003 og í framhaldi af því meistaranám í kennslugrein lista við Háskólann á Akureyri. Lauk meistaranámi í kennslugrein myndlistar nóvember 2013.  

Störf: Síðustu tvö árin á Valand var hann aðstoðarkennari við grafíkdeildina skólans.   Hef starfað sem kennari á myndlistakjörsviði listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri síðan 2000.  Er nú að ljúka fjörtíu og fjögura ára starfi sem myndlistarkennari, sem hófst á Akureyri hjá Námsflokkum Akureyrar, Myndlistarfélagi Akureyrar 1971 og síðar í valáfanga í myndlist við Menntaskólann á Akureyri. Ári  seinna stofnaði Guðmundur myndlistarskóla, ásamt myndlistarfélaginu sem þá var, skólann var nefndur Myndsmiðjan. Eftir nokkra ára hlé sem myndlistarkennari, vann hann við verkamannavinnu í Slippnum og Ofnasmiðju Norðurlands. Um 1977 stofnaði hann teiknistofu, sem síðar varð teiknistofann Stíll. Um 1984 hóf Guðmundur aftur myndlistarkennslu við Myndlistaskólann á Akureyri og starfaði þar óslitið til 2000. Sama ár hefur hann verið fastráðinn kennari við listnámsbraut Verkmenntaskólans til dagsins í dag. Auk þessa hefur hann verið gestakennari við Listaháskóla Íslands um tíma, einnig gestakennari víða í Norrænum listaháskólum og stundarkennari við Háskólann á Akureyri.

 Félagsstörf: Guðmundur hefur tekið virkan þátt í félagsmálum myndlistarfólks á Akureyri, fyrst í Myndlistarfélaginu og síðar í Myndhópnum. Kom að stofnun Menningarsatökum Norðlendinga og sat í stjórn í nokkur ár. Vann þar að því að móta hugmynd um tengsl listamanna og skóla á Norðurlandi, þar sem skipulagðar voru heimsóknir listamanna í grunnskóla. Hafði frumkvæði að því að koma á myndleigu í fyrirtæki og stofnanir, en enn eru leigðar myndir í húsnæði Sýslumannsembættisins- og Héraðsdóms Norðurlands eystra. Setti fram hugmynd um Gilið, menningarmiðstöð í yfirgefnu húsnæði KEA í Grófargili árið 1989 og var fyrsti formaður Gilfélagsins. Er í hópi fólks á Akureyri sem hvetur til endur reisnar Gilfélagsins. Stóð að, ásamt fleirum myndlistarmönnum á Akureyri, að rekstri Gallerís Gluggans. Rak listagallerí í gilinu, Samlagið, um árabil ásamt hópi myndlista- og handverksfólki á Eyjafjarðarsvæðinu.  Er nú meðlimur í Norræna Akvarell félaginu, teiknikennarafélaginu og Íslenskri Grafík.

Að vori 1990 skrifaði Guðmundur grein og teiknaði mynd sem birtist í Norðurlandi, um að breyta yfirgefnu verksmiðjuhúsnæði Kaupfélags Eyfirðinga í Grófargili i menningarmiðstöð. 1991 var svo Gilfélagið stofnað og var Guðmundur formaður félagsins fyrstu fimm árin. Samhliða myndlistarkennslu hefur Guðmundur rekið vinnustofu í Listagili frá árinu 1989. Um þessar mundir vinnur hann að því, ásamt fleyri listamönnum á Akureyri og Reykjavík að hrinda af stað verkefninu GraN, Grafík nordíca, sem hugsað er sem Norræn grafíksýning á Akureyri þriðja hvert ár. Verkefnið er enn í mótun en hefur hlotið styrk frá Norræna menningarsjóðnum.

Sýningar: Fyrsta einkasýning á Mokkakaffi í Reykjavík 1962,  sýndi þar blek, kol- og pastelteikningar, nú fylla einkasýningarnar rúma tvo tugi. Sýningarnar hafa verið víða á Íslandi, í Danmörk, Svíðjóð, Noregi og þórshöfn í Færeyjum. Þátttaka í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Þátttaka í norrænum myndlistarverkefnum og alþjóðlegum grafík- og vatnslita sýningum. Verk í eigu Listasafni  Íslands, Listasafni Alþýðu, Listasafninu á Akureyri, Moderna Museet  Stokkhólmi, Tidaholm Museet Svíþjóð. Starfslaun úr launasjóði myndlistar 1986 og 1994. Bæjarlistamaður Akureyrar 1994. Er félagsmaður í Íslenskri grafík og Norræna akvarell félaginu. Þátttakandi í norrænu málara verkefni, Nordiskt möte frá 2002. Einkasýning í Listasafninu á Akureyri 1994 og 2008. Það ár kom út vegleg bók um list Guðmundar Ármanns.

 

Guðmundur Ármann Sigurjónsson, född i Reykjavik 1944

garmann@vma.is telefon +354 4627906  mobil +3548640086

Ateljé, Kaupvangsstræti 14b, 600 Akureyri Island, www.garmann.is

 

 

Konstnäres utbildning:

Reykjavík Ísland, Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1963-1967 i teckning och måleri

Göteborg, Valandskonsthögskola grafik, 1967 -1972

 

Konstlärarutbildning:

Universitet i Akureyri, läraravdelingen, ifrån höst 2002. M.Ed. i pedagogik 2013. 

 

Et tjugåtals säparatutställningar på Island, Sverige och Danmark.

 

Deltagit i 40 tals samlingsutställningar på Island och utomlands.

 

Represitant för Sverige i Ungdomsbiennal i Oslo 1970

Islänska stadens konststipendium 1986, 1991

Utnämd som  Akureyri kommun konstär 1994

Honor för bidrag till kulturverksamhet , Akureyrarsofa, Akureyris kulturnemnd 2014

 

Repressiterad i Islänska  National konstmuseet.

Arbetarrörelsens, Folkmuseeum

Konstmuseet i Akureyri

Akureyri kommun

Moderna Museet Stockholm

Tidaholm Museeum, Tidaholm Sverige

Röros Museeum, Röros Norge

Statens Kulturnämnd Göteborg Sverige

År 2oo8 udkom en bok och samtidig en stor udställning i Akureyri Konstmuseum. Boken heter, Úr myndsmiðju/ Shaping, utgiven av bokförlaget Uppheimar.

 

Är medlem i Islänska bildkonst föreningen, Islänsk Grafik.

 

Förr var mina bilder figurativa, realistiska, ofta med et social tema. Dåm sista 15 åren har motivet försvunnit och naturopplevelse blivit huvudtemat. Den ständigt växlandi ljus som ger landskapet dess färg, samt väder och vindar som håller på ock formar landet. Bilderna är et försök att fånga denna prosess, med dåm medel som den tvådimensionälla bildkonsten råder över,

 

 

 

 

 

 

bottom of page